Kristján Ingi skrifar

Kristján Ingi skrifar

Unga fólkið tekur stóra höggið

Við lifum á einstökum tímum. Einhverskonar ómöguleiki blasir nú við fyrir flesta, en þó í misjöfnum mæli.

Ef horft er til Mælaborðs vinnumálastofnunnar má sjá að unga fólkið, og þá sérstaklega ungir karlar, er sá hópur sem er að verða hvað verst fyrir barðinu í því hamfaraflóði sem nú gengur yfir hagkerfið. Aukinheldur er aðalega horft til starfsaldurs í hópuppsögnum og mun sami hópur ekki fara varhluta af þeim aðgerðum.

Aldursdreifing umsækjenda eftir kynjum

Fjöldi þeirra á minnkuðu starfshlutfalli sést á y-ás og aldur á x-ás. Blár táknar karla og gulur konur.

Þessi þróun er vægast sagt áhyggjuefni. Eins og staðan er núna þykir mér líklegt að höggið til skamms tíma sé ekki jafn stórt og það mun verða þegar vaxtastig heimsins hleypur af stað vegna offramboðs á peningum.

Þá er spurt, hverjir tapa mest á verðbólguhlaupi? Það eru þeir sem eiga ekki eignir og hafa ekki færi á að binda fjármuni í öðrum arðbærum eignum. Fjármagnið gufar hreinlega upp í höndunum á fólki og skuldir þyngjast stórlega.

Sami hópur mun því fara verst út úr bæði skammtíma- og langtímaáhrifum.