Kristján Ingi skrifar

Kristján Ingi skrifar

Þegar landamæri skal opna

Nú gengur yfir alda af bjartsýni um að landamærin geta loksins verið opnuð. Flestir taka opnuninni fagnandi, án þess að átta sig á umfanginu sem fylgir í kjölfarið.

Sjáum dæmi um ferðalag í Asíu á tímum Covid-19:

Til að horfa á öll myndböndin í þræðinum er hægt að smella á tístið

Líklega verður ekki ráðist í jafn umfangsmiklar aðgerðir hérlendis og sést í ferðalaginu hans Will Ripley til Hong Kong.

Hversu margir munu raunverulega fara í gegnum þetta ferli til að ferðast hingað? Mun eitthvað fjölskyldufólk vilja setja börnin sín í þessar aðstæður? Kannski erum við að ofmeta vilja fólks til að ferðast, en við tökum bjartsýninni fagnandi með hækkandi sól!