Kristján Ingi skrifar

Kristján Ingi skrifar

Bitcoin snertir $11.400 í 14% dagsveiflu

Fyrr í vikunni snerti Bitcoin 11.400 Bandaríkjadala múrinn í 14% dagsveiflu. Nú eru rúmlega tveir mánuðir frá helminguninni og áhrif minni söluþrýstings vegna nýmyndunar er farið að gæta. Það er mikill meðbyr með Bitcoin um þessar mundir og aðstæðurnar í hagkerfinu gerir framgöngu rafmyntarinnar mun auðveldari. Margar af þeim hættum sem áhugafólk um Bitcoin hefur haldið á lofti eru nú farnar að heyrast nánast daglega frá virtustu greinendum og áhrifavöldum í hagkerfinu: Verðbólgudraugurinn er að vakna, skuldasöfnun þjóða er óhófleg og Bandaríkjadalurinn er í raunverulegri hættu að tapa stöðu sinni.

Verðbólga

Verðbólgan er aftur komin í umræðuna í ljósi gífurlegrar peningaprentunar sem er að eiga sér stað. Í því ástandi er vinsælt að losa sig við þjóðargjaldmiðla en þá leita peningar í auknum mæli í eignarflokka sem halda verðgildi sínu, með þeim afleiðingum að þeir þenjast út. Við höfum séð skýrt dæmi um þetta í hlutabréfamarkaðnum, en nú er farið að bera á því að verðbólgudraugirnn sé farinn að leita neðar í raunhagkerfið.

Skuldasöfnun

Þjóðir keppast nú réttilega við að bjarga því sem bjarga verður út af áhrifum veirunnar á hagkerfið. Þessar aðgerðir eru ekki ókeypis og þurfa þjóðir heimsins að slá lán til að eiga fyrir aðgerðunum. Seðlabankar bjóðast svo til að fjármagna þessar skuldir með peningum sem eru úr lausu lofti gripnir (peningaprentun). Þessum skuldum verður í framhaldinu rúllað áfram á komandi kynslóðir, þegar löngu er orðið ljóst að það hægist á fólksfjölgun og aðrar þjóðfélagsbreytingar munu draga úr getu landa til að borga skuldir til lengri tíma. Þetta er sorgleg þróun í ljósi þess að mörg ríki gátu ekki lækkað skuldastöðuna sína á síðustu árum, sem reyndist vera einn öflugasta uppsveifla í sögunni.

Hverfandi máttur Bandaríkjadals

Staða þjóðargjaldmiðla versnar hratt og gekk Goldman Sachs svo langt í fyrradag að vara við því aðáframhaldandi peningaprentun sé raunveruleg ógn við stöðu Bandaríkjadals sem alþjóðlegarar uppgjörsmyntar. Það er langt í að við munum halda því fram að Bitcoin geti fyllt í það stóra skarð, en þetta sýnir fram á að það peningakerfi sem við búum við í dag er ekki jafn stöðugt og ætla mætti.

Fyrir þau ykkar sem viljið skilja þetta samspil betur, þá getum ég hiklaust mælt með bókinni This Book Will Save You Time eftir Misir Mahmudov. Bókin er bæði einföld og kjörnuð og fer sem fer yfir samspil tíma, verðmæta og peninga. Fyrir lengra komna er hægt að horfa á viðtal við Ray Dalio sem birtist fyrr í mánuðinum á Bloomberg News.